149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[22:03]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Það er reyndar þannig að á enskri tungu, segir í 37. gr. tilskipunar 72/2009, þar er talað um National Regulator, Energy Regulator, löggjöf. Ég veit svo sem ekki hvernig maður ætti sjálfur að þýða það betur en það orð sem ég setti hér fram.

En varðandi seinni spurningu mína ætla ég að taka að mér að svara henni fyrir hæstv. ráðherra. Hvað verður um börnin? Ég get sagt ráðherra hæstv. hvað verður um börnin. Eftir að þessi mál hafa verið sett fram og samþykkt hérna fá börnin að borga hærra gjald fyrir rafmagnið í framtíðinni. Börnin verða sem sagt fyrsta kynslóðin á Íslandi sem elst upp í landi sem ekki hefur ótvíræða lögsögu yfir auðlind sinni. Það er það sem verður um börnin.