149. löggjafarþing — 93. fundur,  10. apr. 2019.

mat á umhverfisáhrifum.

775. mál
[20:39]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Álfheiði Ingadóttur fyrir andsvarið. Fjöldi ára er eitthvað sem við gætum lengi deilt um. Það má líka spyrja sig hvort það eigi yfir höfuð að vera árafjöldi eða hvort í rauninni eigi alltaf að meta hvort umhverfismatið eigi enn þá við. Það atriði verður sjálfsagt tekið upp við heildarendurskoðunina, en það er mikilvægt að ganga frá þessu og þessi sjö ár urðu niðurstaðan núna eftir meðferð þingsins á síðasta löggjafarþingi.

Hvað varðar gildistíma umhverfismats sem þegar liggur fyrir vil ég benda hv. þingmanni á bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um að eldri ákvæði laganna um endurskoðun matsskýrslu, þegar sótt er um leyfi vegna framkvæmda þar sem liggur fyrir álit um mat á umhverfisáhrifum þeirra, halda gildi sínu í þrjú ár frá gildistöku laga þessara. Þannig að það eru þrjú ár ef það er komið á þann stað í ferlinu sem getið er um í bráðabirgðaákvæðinu.