149. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2019.

framkoma félagsmálaráðherra í umræðum.

[13:36]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Herra forseti. Mig langar til að taka undir orð hv. þm. Hönnu Katrínar Friðriksson. Það er auðvitað hvimleitt að hæstv. ráðherrar sem ekki eru þátttakendur í umræðu geri sér ferð fram og til baka um salinn til að grípa fram í fyrir ræðumönnum sem vissulega hafa orðið.

Ekki þar fyrir að ég saknaði hæstv. ráðherra einfaldlega af mælendaskrá í þessari umræðu þar sem hann hefði getað miðlað, af sömu hógværð og hann gerði á göngum sínum um þingsalinn, aðkomu sinni að gerð þessara kjarasamninga.

En auðvitað er óþolandi að hæstv. ráðherrar geti ekki sýnt betri háttsemi en þetta í umgengni við þingsalinn.