149. löggjafarþing — 97. fundur,  30. apr. 2019.

utanríkis- og alþjóðamál.

863. mál
[14:31]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kemur á óvart að ekki fáist neinar upplýsingar um það sem hv. þingmaður vísar til. En haustið 2018 hófust samningaviðræður hjá Sameinuðu þjóðunum í New York um gerð nýs alþjóðasamnings um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja. Samningaviðræðurnar hafa verið skipulagðar 2020 en búast má við því að viðræðurnar standi nokkuð lengi. Þetta er svolítið stuttur tími sem ég hef til að svara þessu, ég næ því ekki á þessum 30 sek., en við getum kannski rætt það hér á eftir. En um er að ræða mjög víðtækt efnissvið sem snýr, eins og hv. þingmaður vísaði til, að líffræðilegri fjölbreytni í hafinu sem snertir hafrétt og allar gerðir hafrannsókna. Það á ekki að vera neitt leyndarmál hvaða afstöðu við höfum í því. Ég held að menn geti svo sem getið sér til um það hver hún er og ætti ekki að koma neinum á óvart eða verða nein frétt.