149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

13. mál
[13:59]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur fyrir ágæta ræðu og þakka henni fyrir að leggja tillöguna fram og þar með þingmönnum Samfylkingarinnar sem að henni standa. Andsvar mitt hér er fyrst og fremst í þeim tilgangi að koma á framfæri þökkum til þingmanna sem þarna standa að máli en jafnframt vil ég fullvissa hv. þingmann um mína afstöðu. Þegar þessi tillaga verður rædd, sem ég geri fastlega ráð fyrir, í starfi þingmannanefndarinnar mun verða tekið á þeim liðum sem þarna er talað um og þingmaðurinn reifaði ágætlega. Margt er þegar í fullri vinnslu í starfi þingmannanefndarinnar og undirhópa þeirra. Ég vona að við komumst langt með að klára þá vinnu sem snýr að þeim málefnum sem þingmaðurinn nefndi einmitt til þess að styrkja stöðu barna í íslensku samfélagi.