149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

13. mál
[14:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Við hefðum líka getað samþykkt þessa tillögu. Ég vil spyrja hv. þingmann, af því að hann nefnir nokkur mál, sum þeirra eru nefnd í þessari stóru tillögu af því að hún er partur af stórri heild, hvort honum hugnist ekki að gera tímasetta og fjármagnaða áætlun sem tekur stóru myndina og tekur utan um stöðu barna og samstarf á milli stjórnsýslustiga o.s.frv., þar sem sérstaklega er hugað að börnum í veikri stöðu. Hefur hv. þingmaður eitthvað á móti því að slík áætlun sé unnin eða vill hann frekar að við tökum eitt og eitt mál og sjáum svo til með stóru myndina?