149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

hollustuhættir og mengunarvarnir.

512. mál
[12:31]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög gott mál, en fram kom í umræðum nefndarinnar að það væru mjög mörg önnur plastmál sem væru mun umfangsmeiri og brýnt að huga að, t.d. plast sem er óendurvinnanlegt. Það er mjög stór hluti af heildarplastnotkuninni. Ég vil nýta þetta tækifæri til að styðja þetta mál þó að það sé mun minna í sniðum en það sem við ættum helst að beina athygli okkar að, sem eru stóru vandamálin í plastnotkuninni og hvet ég Alþingi til að klára það.