149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

Fangelsismálastofnun og tekjur af vinnu fanga.

[15:09]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Ég leyfi mér að beina því til hv. þingmanns og hvetja hana til þess að senda fyrirspurn. Ég myndi alla vega taka mjög vel í það ef mér bærist skrifleg fyrirspurn með þessum upplýsingum þar sem hægt væri að kafa dýpra í þær og líka taka aðeins utan um það í hvaða samhengi þetta allt saman er. Auðvitað skiptir máli ef við lítum til betrunar að sem flestir fangar hafi eitthvað við að vera, en hluti af því samhengi er hvað þeir fá fyrir slíkt og sömuleiðis hvað aðrir fá fyrir sambærileg verkefni og sambærilega vinnu. En til þess að geta svarað því svona á dýptina leyfi ég mér að hvetja hv. þingmann til að beina skriflegri fyrirspurn til mín.