149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

bindandi álit í skattamálum.

638. mál
[15:52]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í 3. gr. frumvarpsins er um að ræða tvöföldun á grunngjaldi, eins og reifað hefur verið hér, sem mér fannst ekki koma nægilega sterkur rökstuðningur fyrir í nefndinni, sérstaklega þar sem allt gjaldið er í rauninni innheimt þegar málinu er lokið. Við getum alveg stutt meiri hluta ákvæðanna í frumvarpinu, en þessari grein munum við í þingflokki Pírata hafna.