149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

um fundarstjórn.

[15:13]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þm. Óla Birni Kárasyni. Það þarf að ræða þetta mál betur. Beðið var um að fá lækna til áframhaldandi umræðu í velferðarnefnd, sem var neitað. Beðið var um að fá landlækni aftur, því var neitað af meiri hluta. Það þarf að ræða þetta betur og það á að ræða þetta betur vegna þess að þetta er þannig mál. Nú eru komnar breytingartillögur sem þarf líka að ræða. Ég skil ekki þennan ofboðslega hraða, að keyra þetta mál í gegn. Það er ekki eins og við séum að hætta þingstörfum á morgun.