149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

um fundarstjórn.

[15:29]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Já, virðulegur forseti, við konur höfum beðið nógu lengi eftir réttlæti, réttlætinu sem felst í því að fá að ráða því hvort 22 vikna gamalt barn, ófullburða í móðurkviði, verði lífs eða liðið. Er það eitthvað til að státa af? Ég vil bara benda á það.

Hér er talað um alúð og natni. Það er jafnvel gengið svo langt að hv. þingmenn hafa hrópað húrra fyrir því að málið skuli ná fram að ganga. Ég ætla að taka undir með þeim sem hafa sagt áður að það mun engu máli skipta hversu lengi við velkjumst um með það í kerfinu, markmiðið er að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei. [Kliður í þingsal.] (Forseti hringir.)