149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

um fundarstjórn.

[15:34]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil óska eftir því að ósk hv. þm. Óla Björns Kárasonar um að fresta afgreiðslu málsins verði hafnað af þinginu og forseta, enda hafa nefndarmenn í velferðarnefnd fundið fyrir því góð og haldbær rök og hafa bent á alla þá umræðu sem farið hefur fram í nefndinni.

Ég vil líka óska eftir því að við ræðum þetta mál, þungunarrof, af virðingu og á hófstilltan hátt og af virðingu fyrir öllum þeim konum sem hafa þurft að taka ákvörðun um þungunarrof. Ég vil hvetja, eins og hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson gerði, til þess að kjörnir fulltrúar í þingsal tali um þetta mál af virðingu vegna þess að konur eiga það skilið, þótt ekki væri meira. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)