149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:29]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Svarið er ósköp einfalt: Endanleg ákvörðun hlýtur að vera stúlkunnar. Það hlýtur að vera, vegna þess að þetta er barn og þessu viðkomandi barni er ekki neitað í þeim aðstæðum sem eru í dag. Ég skil ekki hvernig í ósköpunum á að heimfæra þetta upp á þetta nýja frumvarp vegna þess að þessi staðhæfing stæðist í dag. 13 ára gamalt barn er mjög líklega í hættu við meðgöngu. Það segir sig sjálft. Þetta eru bara undantekningartilfelli.

En stuðningurinn við þetta barn — henni veitir örugglega ekki af stuðningi foreldra við þessa ákvörðun. Það er það sem ég er að tala um, að hægt sé að setja þetta þannig upp að hún þurfi ekki að tala við foreldrana og þurfi ekki að upplýsa þá. Það finnst mér ekki rétt.