149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[19:27]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, ég held því fullum fetum fram að þungunarrof eða fóstureyðing snúi ekki að réttindum kvenna eða ákvörðunarrétti þeirra. Þarna er orðinn ákveðinn veruleiki sem fólk verður að taka ábyrgð á. Það eru auðvitað undantekningar til á því, eins og ég hef sagt áður. Þetta á ekki að snúast um það, þetta snýst auðvitað um ábyrgð. Þetta snýst fyrst og fremst um ábyrgð. Maður situr uppi með ákveðinn gjörning, (ÞSÆ: Konan.) já, konan og karlinn kannski að hluta til líka. Við getum einfaldlega ekki látið þetta snúast um það í mínum huga. Ég segi alveg fullum fetum eins og hef sagt það áður: Það truflar mig í sjálfu sér ekki. Ég er bara að velta fyrir mér rökræðunni. Það er fullt af fólki hér sem segir: Við þurfum að taka umræðu um þetta. Það má alveg skamma mig fyrir að hafa ekki tekið þátt í umræðunni fyrr eða í 1. umr. eða skrifað sérstaklega um þetta. (Forseti hringir.) Kannski er ástæðan fyrir því að ég geri þetta núna sú (Forseti hringir.) að mér hefur fundist umræðan í dag fara (Forseti hringir.) út um víðan völl, vera órökrétt og í raun og veru fráleit.