149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[19:34]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef í rauninni engu að bæta við það sem hv. þm. Brynjar Níelsson hefur sagt hér. Ég vil bara sérstaklega þakka honum fyrir innlegg hans í umræðuna og þessa ræðu, þó að ég vilji gjarnan segja það, eins og áður hefur fram komið hjá öðrum þingmönnum á undan mér í fyrirspurnum til hv. þingmanns, að sú sem hér stendur hefur gjarnan sagt og jafnvel gengið það langt að segja að lífsréttur hins ófædda barns sé hér fótumtroðinn. Þannig að ég hef nú gjarnan verið nákvæmlega stödd þar og ég hugsa að hv. þm. Brynjar Níelsson hafi kannski áttað sig á því, þó að maður sé dreginn inn í þessa óneitanlega röklausu umræðu sem þingmaður kallar svo, sem ég gæti svo sannarlega verið sammála um.