149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:27]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er þungur dagur. Þetta er erfitt mál fyrir okkur öll. Í hverjum mánuði eru framkvæmdar fóstureyðingar sem nema tvöföldum fjölda þeirra sem sitja hér í þessum sal, í hverjum einasta mánuði á árinu — eða u.þ.b. 120 fóstur á mánuði. Ég er þakklátur fyrir öll lífin hér. Ég stend með lífinu og þess vegna segi ég nei.