149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:35]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Efnisatriðin liggja skýrt fyrir. Þegar talað er um innleiðingu með hefðbundnum hætti — hvernig gerist það? Það gerist þannig að þingsályktunartillaga er samþykkt um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara. Síðan er gefin út reglugerð af hálfu ráðherra um málið og þar verður sá fyrirvari sem hefur verið orðaður í greinargerð með þingsályktunartillögunni og í yfirlýsingum gagnvart samstarfsríkjum okkar í EES orðrétt settur fram sem fyrirvari og í drögum að reglugerðinni er það í 3. gr. algjörlega orðrétt upp úr greinargerð þingsályktunartillögunnar.