149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:12]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þetta svar, en við erum ekki að hafna neinu. Það má alveg nota þau orð að það sé einhver neyðarhemill, enda er hér um mjög svo alvarlegt mál að ræða. Ég tel þá sem vilja skoða málið alls ekki fara fram með hræðsluáróður. Það eru ekki þeir aðilar sem hafa haldið því fram að við séum að setja EES-samninginn í uppnám og enginn vilji vinna með okkur, að við séum einangrunarsinnar o.s.frv. Ég spyr: Um hvaða hræðsluáróður er að ræða sem hv. þingmaður telur að við sem viljum endurskoða málið höfum farið fram með?