149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:19]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég er ekki frá því að ég greini heldur þyngri tón í einhverjum þingmönnum hér en var um áttaleytið þegar farið var í fundarstjórn og beðið um frestun á fundi. Ég beini þeim tilmælum mínum til forseta að hlusta á þingmenn þar sem þetta eru mál sem fólk þarf að velta fyrir sér og þarf að hafa hugsunina skýra. Fram undan eru nefndastörf sem eru ekki síður mikilvæg og fólk vill líka geta undirbúið sig og skipulagt sig fyrir þau. Í ljósi hefðarinnar hefði mátt gera ráð fyrir því að fundur stæði til miðnættis eða svo. En næturfundur — ef ekki knýr brýn þörf þá held ég að við ættum að geyma það til betri tíma.