149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:17]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Eins og hér hefur komið fram höfum við verið að ræða þessi mál í gær og í dag og mér sýnist þetta ganga ágætlega og sé ekki betur en samræðurnar séu búnar að vera eins og við höfum vænst, uppbyggilegar og fólk er að tala saman og skiptast á skoðunum. Það saxast hægt og rólega á mælendaskrá. Ég held að það sé ágætt að við höldum því áfram áleiðis inn í nóttina, a.m.k. legg ég það til við forseta að gera það. Það veitir ekkert af tímanum eins og ég kom að fyrr í kvöld, að nýta hann vel. Ég hvet forseta eindregið til þess að gefa þessu alla vega lengri tíma enn sem komið er.