149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:53]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég er staddur á þeim stað að reyna að skilja það sem er kallað í einum fyrirvaranum „sameiginlegur skilningur utanríkisráðherra og orkumálastjóra ESB“, þar sem kemur fram að vegna sérstöðu Íslands, einangraðs dreifikerfis, hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans hvorki gildi né raunhæfa þýðingu hérlendis.

Ég er að velta fyrir mér, þar sem hv. þingmaður hefur nú setið í stóli utanríkisráðherra, að við vitum ekkert hvar þessi sameiginlegi skilningur fæddist, hvort hann gerði það í síma eða yfir samloku og sódavatni eða kaffi og vínarbrauði. Spurningin er: Hefur slíkur „sameiginlegur skilningur“ eitthvert lögbært hald? Er eitthvert hald í slíkri yfirlýsingu sem er gefin út í kurteisisskyni, kemur upp í hjali tveggja manna, annaðhvort í gegnum síma eða á kaffihúsi?