149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:58]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er eitt af því sem maður hefði haldið að íslensk stjórnvöld myndu leitast við að upplýsa áður en þau þvinga þriðja orkupakkann í gegnum þingið. Ég hef því miður ekki enn fengið svör við því sem hv. þingmaður spyr mig um. Ekki getum við spurt hæstv. utanríkisráðherra sem hvergi er að finna í þessari umræðu. Við hljótum því að fara fram á að þinginu verði gerð grein fyrir því hver verði örlög þessara fyrirvara norska þingsins áður en að það klárar þriðja orkupakkanum. Í því sambandi er þó rétt að geta þess að innan Noregs eru menn að skoða þetta þó að viðbrögð séu ekki komin frá Evrópusambandinu. Þann 23. september nk. mun stjórnlagadómstóll Noregs taka það fyrir hvort þriðji orkupakkinn gangi í berhögg við norsku stjórnarskrána. Væri ekki skynsamlegt að bíða eftir þeirri niðurstöðu, frú forseti?