149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:19]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Á milli þess sem ég bæti við ræðu mína íhuga ég þetta sem er líka ástæða þess að ég fór að rifja þetta upp. Ég hef komist að því, sem var kannski ekki svo augljóst, að næstum hvert einasta mannsbarn, a.m.k. þeir sem eru komnir aðeins af táningsaldrinum, hér á landi hefur sterkar skoðanir, eins og ég hef nefnt, um að hér ættu allir að hafa nægt aðgengi að raforku. Við ættum að hafa aðgang að ódýrri raforku, og ekki bara almenningur heldur líka innlend fyrirtæki. Allir ættu rétt á raforku, sama hvar þeir byggju. Hvort sem þeir byggju í djúpum fjörðum eða dimmum dölum ættu allir rétt á raforku.