149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:11]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Mætti ég stinga upp á við hv. þingmann einu máli í viðbót sem ég held að hljóti að pirra sanna Sjálfstæðismenn alveg óendanlega, það er stuðningur flokksins eða stuðningur forystu flokksins við marxíska uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi, þ.e. þann „tendens“, afsakið, forseti, heilbrigðisráðherra að reyna að troða öllum sem sjúkir eru í nærbuxur sem eru merktar eign Ríkisspítalanna og það skiptir engu máli hvað um er að ræða. Það er nú búið að taka til baka t.d. augnsteinaaðgerðir og ég veit ekki hvað, sem áður voru á „frjálsum markaði“. Og það er ekki að spyrja að því að biðlistar lengjast alveg óheyrilega. Mér dettur í hug að þetta, plús náttúrlega Klíníkin, herra forseti, geti líka verið ein ástæðan fyrir því að (Forseti hringir.) brestir eru í sambandi trúnaðarmanna flokksins og þingflokksins.