149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[07:29]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég held að það væri ekki ósanngjörn tilætlunarsemi að ætlast til þess að annaðhvort væru fyrirvararnir í lagi eða ekki, að ekki væri hent fram einum til fimm fyrirvörum eftir því hver væri að telja og hver væri að meta um hvaða fyrirvarar væri að ræða. Síðan ætti að láta kylfu ráða kasti varðandi það hvernig úr rættist.

Yfirlýsingar eins og þessar í ræðu hæstv. utanríkisráðherra gera auðvitað ekkert annað en að draga úr því litla trausti sem þó er á þessa meintu fyrirvara þegar ráðherrann sem hefur lagt allt sitt traust á þá og hefur greinilega ekki meiri trú á frágangi hnúta (Forseti hringir.) en raunin er í þessu tilviki.