149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:02]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Það er skammur tími. Ég vil bara koma á framfæri þeim spurningum sem ég hef tíma til sem hæstv. ráðherra svaraði ekki áðan. Þar vil ég nefna fyrst að ég vék að yfirlýsingum fulltrúa EFTA-ríkjanna annars vegar og ESB hins vegar um að þessir aðilar hafi skilning á stöðu Íslands og fyrirvörum og þeir eru hugsanlega bindandi fyrir þessi stjórnvöld. En hvað með alla þá aðra lögaðila sem byggja rétt sinn á ákvæðum EES-samningsins? Hafa þeir lýst því yfir að þeir ætli ekki að krefjast þess að íslensk stjórnvöld uppfylli þær skyldur sem þriðji orkupakkinn felur í sér?

Ég sé að tíminn líður hratt, herra forseti, ég náði bara að koma þessari einu spurningu að. Vonandi kemst ég að með fleiri spurningar á eftir. Hæstv. ráðherra. Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu, takk.