149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:15]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja að enn kemur mér framganga hæstv. ráðherra mjög á óvart. Ég hélt að ráðherra hefði séð ástæðu til að koma hér til að eiga samtal um mjög mikilvægt mál sem liggur fyrir Alþingi. Ráðherra gerir sér auðvitað alveg grein fyrir því að þetta mál hefur vakið mikla ólgu í okkar samfélagi. Fólk er mjög áhyggjufullt yfir þessu máli, honum getur ekki dulist það, það er morgunljóst. Ég leyfði mér að vona að hann myndi svara þeim spurningum sem hér eru fyrir hann lagðar. Það að vera með einhverjar málfundaæfingar eins og gæti kannski átt við í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins á ekki við í svona stóru, viðamiklu og afdrifaríku máli og heldur ekki hérna innan (Forseti hringir.) sala Alþingis. Ég hvet ráðherra til að herða sig og vanda betur sinn málflutning (Gripið fram í.) sinn og í guðs bænum láta af því að halda því að fólki að allir hér séu ólesnir nema hann sjálfur.