149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:16]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að stjórnarliðar hafi hér í 17 tíma eða eitthvað álíka farið yfir þetta og útskýrt þetta mál. Svo sannarlega gerði ég það líka í fyrri umr., breytti minni dagskrá til að geta komist hingað og skipst á orðum við hv. þingmenn. Ég vísa í opinber gögn frá fræðimönnum og hv. þingmaður kallar það málfundaræfingar.

Virðulegur forseti. Eina sem ég get sagt er þetta — af því að ég ætla ekki að reyna að sannfæra hv. þingmenn, það er alveg sama hvað maður segir og sama hvaða staðreyndir maður bendir á, viðbrögðin eru öll hin sömu. Ég hvet alla til að kynna sér þetta. Þessi árétting sem ég vísaði til er á heimasíðu utanríkisráðuneytis frá 10. apríl 2019. Ég hvet alla til að lesa hana. Allir sem lesa hana átta sig á því að því miður er hv. þingmaður, eða kannski sem betur fer, á fullkomnum villigötum.