149. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:33]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég velti fyrir mér hvort þingmaðurinn kunni einhverjar skýringar á því eða hafi kenningar um hvað valdi því að þessi hópur fyrrverandi ráðherra, sem er býsna stór og hefur séð ástæðu til að stíga inn í umræðuna um þetta mál, hvað valdi því að þessir reynsluboltar og fyrrverandi stjórnmálamenn hafi flestir snúist í þá áttina að fara frá því að styðja við innleiðingu mála á fyrri stigum yfir í það að hafa efasemdir um innleiðingu þriðja orkupakkans. Sárafáir, í augnablikinu man ég bara eftir einum, ég leyfi mér alla vega að segja sárafáir, hafa snúist í hina áttina, farið frá því að vera efasemdarmenn yfir í að styðja við innleiðinguna eins og hún liggur fyrir. Er eitthvað sem hægt er að tengja við reynsluna sem útskýrir að hópurinn skiptist svona ójafnt hvað fjölda varðar í þessar tvær fylkingar og fer í sína áttina hvor?