149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

dagskrártillaga.

[11:31]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mig langaði til að útskýra aðeins hvers vegna við leggjum þetta fram. Þetta er mikilvægt mál og ég tek undir að þarna er loksins verið að koma með einhvers konar réttarbót fyrir örorkulífeyrisþega, að afnema að hluta til eða minnka krónu á móti krónu skerðingar. Sem formaður velferðarnefndar þá finnst mér mikilvægt, ef við eigum að gera heiðarlega tilraun til þess að taka þetta mál fyrir og mögulega ljúka því fyrir þinglok — ef það er hægt, ég veit það ekki enn þá — að fá það inn í nefnd sem allra fyrst. Það skiptir máli. Ég tel vænlegast að við klárum það mál svo við getum farið að vinna að þessari mikilvægu réttarbót. Ég vona að þingmenn greiði atkvæði með því að við fáum þetta mál fram fyrir röðina þar sem það hefði átt að vera í upphafi.