149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

dagskrártillaga.

[11:33]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Svo þeir sem heima sitja skilji um hvað er verið að greiða atkvæði þá er, eins og forseti hefur stillt upp dagskránni í dag, fjármálaáætlunin sett fyrst. Hún er veggur þar sem mikið er sem fara þarf í gegnum. Við viljum færa réttarbót fyrir öryrkja fram fyrir það, afgreiða það fljótt og vel og senda inn í nefnd þannig að hægt sé að vinna það. Þessi tillaga virkar bara fyrir næsta fund. Það eru einu heimildirnar sem við höfum í þinginu til að breyta dagskránni. Forsetinn getur breytt þessu strax, fært mál öryrkjanna fram fyrir og klárað það strax. En hann hefur ekki ákveðið að gera það þrátt fyrir að honum hafi verið bent á það.

Þessi tillaga þýðir að þingheimur verður núna að ákveða að færa öryrkjamálið á fundinum á morgun fram yfir þó að fjármálaáætlun sé ekki lokið. Hérna verður þingheimur ábyrgur fyrir því að láta öryrkja bíða áfram, ef hann ætlar að leyfa fjármálaáætlun að vera þarna áfram sem skjöldur.