149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

heilbrigðisstefna til ársins 2030.

509. mál
[11:51]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um heilbrigðisstefnu sem hefur verið beðið eftir lengi, þ.e. að fá heilbrigðisstefnu fyrir heilbrigðiskerfið svo hægt sé að koma af stað ýmissi mikilvægri framþróun í heilbrigðiskerfinu. Ég fagna þessari stefnu þar sem við erum að fjalla um hvaða þjónustu eigi að veita og hvaða gæði eða kröfur hún skal uppfylla, eins og aðgengi óháð búsetu, hvaða gæði séu uppfyllt og kröfur og annað slíkt. Umræðan snerist mikið um það í nefndinni að það vantaði hitt og þetta. Það er einmitt þar sem framkvæmdaáætlunin á að koma fram, nákvæmlega hvernig þessum markmiðum sem við erum að setja í stefnunni eigi að ná fram.

Ég fagna því að við séum komin með stefnuna svo að hægt sé að fara að takast á við framkvæmdaáætlun í öllum þessum mikilvægu málum sem bíða í heilbrigðiskerfinu.