149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

21. mál
[12:13]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mér mikið gleðiefni að standa hér og segja: Til hamingju. Til hamingju, Ísland. Til hamingju með þetta risaskref. Til hamingju, öryrkjar, fatlað fólk. Fram undan eru breyttir tímar, bættir tímar. Það er alveg ljóst að mikil breyting mun verða á aðgengi og öðru slíku sem hefur skort á í okkar ágæta landi.

Ég segi við þingheim allan: Takk fyrir. Við erum að gera fallega hluti hér í dag og það er virkilega vert að okkur líði vel með það.