149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

21. mál
[12:14]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mikilvægi mannréttindasamninga dylst engum, enda hafa þeir reynst mjög öflugt tæki í baráttunni fyrir réttindum ýmissa hópa. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það markmið að tryggja fötluðu fólki fullan rétt á öllum viðurkenndum mannréttindum og að það eigi að fá að njóta sjálfstæðs lífs og einstaklingsfrelsis á við okkur öll. Með lögfestingunni verður Ísland eitt fyrsta landið í heiminum til að lögfesta samninginn. Ég er stoltur af því. Ég veit að þó að baráttunni sé auðvitað ekki lokið er þetta risastórt skref.

Ég segi að sjálfsögðu já, herra forseti, og óska öllum til hamingju með þetta skref.