149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[20:44]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Aftur aðeins að tiltæku úrræðunum, ef það er einfaldlega sagt miðað við efni þessarar tillögu að ríkisstjórnin ætli ekki að nota neitt af á þeim tiltæku úrræðum til að koma til móts við niðursveifluna, er þá tilefni til að taka upp fjármálastefnuna? Mér finnst það vera grunnspurningin. Það er kannski hægt að útskýra það á pólitískan hátt og þá eru bara þau rök þar á bak við. Kannski finnst fjármálaráði það ekki vera neitt sérstaklega góð rök en þá eru það alla vega pólitísk rök sem eru notuð í framtíðinni og þá pólitísk ábyrgð hvað það varðar.

Mig langar að klára aðeins. Er forsenda til þess að endurskoða fjármálastefnuna ef það er ekki gengið á tiltæku úrræðin?