149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[21:26]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Fyrir nákvæmlega þetta mál, fjármálastefnu stjórnvalda til fimm ára, að vísu inn í fortíðina líka, held ég að besti bragurinn væri að stjórnarliðar kæmu hingað til að útskýra fyrir okkur af hverju þetta er í alvörunni það stórvægilegt sem er að gerast að endurskoðun þurfi á fjármálastefnunni. Ég sé vel að hægt sé að rökstyðja það en ég sé þann rökstuðning ekki, hann vantar einfaldlega. Það er ekki útskýrt hvaða tiltæk úrræði standa til boða en eru ekki notuð eða að þau dugi ekki. Það vantar algjörlega.

Ég sé það einfaldlega þannig að þetta er fjármálastefna stjórnvalda út kjörtímabilið og stjórnarliðar mæta ekki til að sinna skyldum sínum í rauninni í kynningu á þessari tillögu (Forseti hringir.) heldur sitja bara í hliðarsölum og hlusta og bíða einhvern veginn þangað til að umræðan er búin. Er það gott fyrir lýðræðið, í alvöru?