149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[21:44]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Nú get ég ekki talað nema bara fyrir sjálfa mig. Það sem ég gagnrýni er að hæstv. ríkisstjórn og hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hafi talað fyrir rúmu ári fyrir fjármálastefnu sem var fullkomlega óraunhæf, sem fjármálaráð og margir sérfræðingar í samfélaginu vöruðu við og sögðu að um leið og niðurstöðurnar kæmu myndum við lenda í vandræðum. Það sem hæstv. ráðherra gerði þá var að fara gegn lögum um opinber fjármál eins og hann er að gera núna líka.

Við í Samfylkingunni hefðum ekki búið til svona stefnu í upphafi. Núgildandi stefna var fullkomlega óraunhæf og það sögðu allir og það gat hver maður séð — nema auðvitað ríkisstjórnin.