149. löggjafarþing — 116. fundur,  4. júní 2019.

réttur barna sem aðstandendur.

255. mál
[15:08]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er mikill gleðidagur, að við skulum vera að fara að greiða atkvæði í 3. umr. um þetta mikilvæga mál. Mörg börn, margir aðstandendur og aðrir hafa beðið lengi eftir þeim degi og er okkur á Alþingi Íslendinga mjög þakklát fyrir þessa vinnu. Þess vegna er mikilvægt að markmið frumvarpsins nái fram að ganga um að tryggja rétt barna sem aðstandendur, um það að börn fái að njóta réttinda sinna og eiga tengsl við fjölskyldu sína og uppruna og að eftirfylgni verði í því að þeim rétti sé framfylgt sem og tengslunum. Það þarf að sinna þeirri eftirfylgni og þetta þarf að vinna í góðu samstarfi við alla aðila, heilbrigðisstarfsmenn, félagsmála- og skólayfirvöld ásamt sýslumönnunum og öðrum þeim sem koma að slíkum málum. Ég þakka öllum sem hafa komið að málinu fyrir gott samstarf og sérstaklega hv. velferðarnefnd og fagna því mjög.