149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:28]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Herra forseti. Liðurinn óundirbúnar fyrirspurnir hefur fallið niður og við tekur liðurinn „óútreiknanleg dagskrá“. Þetta er of algengt á Alþingi og leiðir hugann að því að manni finnst stundum eins og Ísland og íslensk stjórnsýsla sé of mikið spunnin af fingrum fram hverju sinni, sé of mikið impróvíseruð. Það er alveg ljóst að þegar formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar hafa allir sameiginlegan skilning á því sem varð niðurstaða fundar með forseta en forseti breytir síðan út af þeirri niðurstöðu er þetta ekki eins og það á að vera.

Hér eru nokkur orð sem ég hvet hæstv. forseta til að hafa í huga: Samráð, samræður, samvinna, samtal, samkomulag.