149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:35]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Herra forseti sagði áðan að honum væri vandi á höndum. Honum er vissulega vandi á höndum en hann er sá að forseti rangtúlkar — ég ítreka — gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Þar til að nálgast 23.30 í gærkvöldi lá fyrir að þessi fundur hér ætti að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum og svo ætti þriðji orkupakkinn að halda áfram út í hið óendanlega. En án fyrirvara breytir forseti dagskránni, án samráðs og þvert á fyrri orð, þvert á það sem forseti hafði áður sagt þingflokksformönnum. Um það snýst gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Það veit forseti vel ef hann hlustar hið minnsta á hv. þingmenn, þótt hann tali ekki lengur við þá.