149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er mikið um útúrsnúninga, það er skemmtilegt. Mig langar aðeins að tala um fyrirsjáanleika forseta. Forseti er gríðarlega reynslumikill, hokinn af reynslu af þingstörfum. Eftir allan sinn feril ætti hann væntanlega að geta sett sig í sín eigin spor á fyrri árum og giskað á hvað myndi gerast ef þingforseti breytir dagskrá án þess að tala við þingflokksformenn eða nokkurn mann um dagskrá þingsins. Hvað myndi hann sjálfur gera?

Þessi uppákoma hefur verið algjörlega eftir forskrift forseta. Hann veit hvað gerist þegar forseti hagar sér svona en samt gerði hann það. Það þýðir að þetta er allt á ábyrgð forseta. (JÞÓ: Heyr, heyr.)