149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:48]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Í gær þegar ég fór að sofa var orkupakkinn á dagskrá. Ég hélt að hann yrði á dagskrá í morgunsárið en það var ekki og nú skilst mér að forseti hafi það vald að láta þessa dagskrárliði hoppa til og frá eftir „behag“. Ég spyr mig: Ef ég skrepp fram og fæ mér kaffibolla eða fer á náðhúsið verður þá 36. mál, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, komið á dagskrá þegar ég kem til baka? (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Geta málin bara hoppað út og suður? Er þetta eitthvert galdraplagg sem breytist eftir „behag“ eins manns eftir að dagskráin er tekin úr gildi? Er það réttur skilningur, getur það bara verið svoleiðis?

Ég spyr þá: Hvernig í ósköpunum gátum við skrifað svona handrit og sett það í lög?