149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.

555. mál
[15:37]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Persónuvernd sendi inn umsögn og gerði tvær athugasemdir sem varða þetta atriði, þ.e. gildi laganna gagnvart öryggis- og varnarmálum. Nefndin kom til móts við athugasemdina gagnvart annarri ábendingunni sem var um 3. mgr. 3. gr. en ákvað hins vegar að koma ekki til móts við sjónarmið Persónuverndar hvað varðar a-lið 5. töluliðar 37. gr. og hefur fyrir því sínar ástæður, m.a. þá að það mun koma að því að persónuverndarreglugerðin undanskilji sjálf öryggis- og varnarmál og aðrar reglugerðir í framtíðinni munu taka á því.

Ég skil rökin og ég skil að nefndarfólk greiði atkvæði með því og taki þær skýringar gildar en það dugar ekki alveg fyrir mig persónulega þannig að ég sit hjá við þetta tiltekna ákvæði.