149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

svör við fyrirspurnum.

[11:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta er uppáhaldsumræðuefnið mitt. Meðalsvartími í virkum dögum er 35 dagar í heildina, ekki 15 eins og gert er ráð fyrir. Af öllum þeim sem svara fyrirspurnum er einmitt virðulegur forseti sá eini sem er innan tímamarkanna með 13 virka daga í svartíma, dómsmálaráðherra er með 38 daga, félags- og jafnréttismálaráðherra 39 daga, fjármála- og efnahagsráðherra 42 daga, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 27, utanríkisráðherra 55, umhverfis- og auðlindaráðherra 38, mennta- og menningarmálaráðherra 53, heilbrigðisráðherra 28, forsætisráðherra 21, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 24, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 37 og svo félags- og barnamálaráðherra, eins og hann er orðinn núna, 39.