149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[15:22]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það koma hérna fram í máli hv. þingmanns að tillagan um hjálmaskylduna upp í 18 ára hefði verið dregin til baka, en það er ekki alveg rétt. Henni var breytt í 16 ára í stað 18 ára. Það var gerð breyting á hjálmaskyldunni þrátt fyrir allt núna á milli 2. og 3. umr.

Svo langar mig að spyrja hv. þingmann um framkvæmdina á þvagsýni: Er tekin þvagprufa úti á götu til að stöðva akstur?