149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[16:03]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað fælniaðgerð varðar upplifi ég þetta sem óþol gagnvart fíkniefnaneyslunni. Ef menn segðu við mig að eitthvað benti til þess að þeir sem eru ekki með svona í blóði heldur bara í þvagi, jafnvel margra vikna gamalt, væru síður hæfir til að aka bifreið gæti ég keypt þetta. En mín kenning er sú að þetta óþol sem ég nefndi áðan gagnvart fíkniefnaneyslu sé jafn gáfulegt, hv. þingmaður, og að segja að þeir sem hafa drukkið sykurdrykki eigi ekki að aka bifreið. Það er ekkert sem segir okkur að kannabisneysla fyrir tveimur (Forseti hringir.) mánuðum hafi áhrif þó að niðurbrot finnist í þvagi.