149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[16:09]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég sagði áður er ekki grundvallarmunur. Það eru alveg sömu sjónarmiðin að baki. En ég spyr: Hvar liggja einhver mörk á því? Ég er alveg viss um að þeir sem færu upp á fjöll með hjálm, hnéhlífar og olnbogahlífar myndu slasast minna en hinir. Okkur hefur ekki dottið í hug að segja: Þú gengur ekki um óbyggðirnar nema með þennan búnað. Nei, við gerum það ekki.

Það að hjóla er í mínum huga fyrir langflesta sem hjóla ekki hratt. Svo sé ég þá sem eru að undirbúa einhverja keppni og hjóla hratt. Þeir eru með hjálma þótt þeir séu 50 ára, 40 ára eða 30 ára.

Einhvers staðar eru mörk á þessu. Það er enginn reginmunur á þessu en ég er bara að segja að það fer fyrir mönnum eins og mér, mörgum öðrum og sennilega mörgum ungmennum (Forseti hringir.) að við nennum þessu ekki ef við lendum í lögreglunni í hvert einasta skipti sem við förum út að hjóla. Þá munum við ekki hjóla. Það er mín kenning.