149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

upplýsingalög.

780. mál
[17:47]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég þakka hlý orð í garð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en vil, vegna þess að ég geri mér grein fyrir því að hæstv. forsætisráðherra er önnum kafin og getur væntanlega ekki lúslesið öll nefndarálit sem koma, minna á það sem kemur fram í nefndaráliti varðandi umrætt frumvarp, þ.e. að stjórnvöld leggi meira til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vegna þess að sú nefnd hefur verið svelt eins og margar nefndir og málshraði þar er eiginlega algerlega óboðlegur. Til að greiða fyrir þessum málum tók nefndin þá ákvörðun að árétta að stjórnvöld yrðu að búa svo um hnútana að málshraði væri sæmilegur.

Annars bara fögnum við þessu frumvarpi.