149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

802. mál
[11:18]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Eftir að hafa skrifað BA-ritgerð um þjóðhátíðir og Þingvelli gæti ég hugsað mér að halda hér langar og lærðar tölur en ég mun láta það vera. Ég vil aðeins nefna að það er sjálfsagt mál að setja þessa stefnu og gera skilyrði um þessa samninga. Almenn mál er varða greiðslu fyrir afnot af takmarkaðri auðlind eins og þjóðgarðurinn er, tekjur af þeim, er stærra mál sem þarf að skoðast í víðara samhengi og ekki síst í ljósi þess hvað lög heimila um markaða tekjustofna o.s.frv.