149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[14:05]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Mig langar að spyrja þingmanninn út í tvo þætti. Ástæðan fyrir því að við erum með fiskeldi er sú verðmætasköpun sem verður til og störf og því um líkt. Það er fiskeldi í landinu í dag og núna er verið að setja stærri ramma utan um það með meiri umhverfisverndarsjónarmiðum og á sama tíma vinna að því á ábyrgari hátt, getum við sagt, að auka við fiskeldi en þó náttúrlega innan umhverfissjónarmiða og slíkt. Það er tilgangurinn með þessu.

Þá er náttúrlega það sem skiptir máli ef maður horfir á þetta annars vegar: Hvað verður eftir í landinu, þ.e. í formi verðmætasköpunar og starfa annars vegar? Og hins vegar: Hvað verður eftir í landinu í formi skaða þegar kemur að umhverfinu, laxám og ef það verður blöndun, mengun í fjörðunum, sýklalyfjanotkun o.s.frv.?

Ef hv. þingmaður gæti svarað spurningunni um stóru myndina: (Forseti hringir.) Hvað verður eftir í formi verðmæta, starfa, verði þetta frumvarp að lögum eins og því er stillt upp með breytingartillögum?